Fyrstu og einu kynlífstækjabúð Indlands lokað!

Kama Gizmo fékk mikla athygli þegar hún opnaði á Indlandi, í ríkinu Goa, þar fékkst allt sem hugurinn girntist
en alltaf dróst að fá verslunarleyfi frá þorpsráðinu í Calangute.  Dinesh Simepuruskar,  sem er þorpshöfðinginn,
segir að það hafi borist margar munnlegar kvartanir og fólki standi stuggur af starfssemi sem þessari. Því hafi
verið ákveðið að hafna umsókn um verslunarleyfi á svona rekstri. Þetta er okkur einfaldlega ekki samboðið og
á ekki heima hér segir Dinesh ennfremur. 
Þetta er ekki bara verslunarleyfið segir Prawin Ganeshan. Við erum hér utanbæjarfólk og verðum aldrei tekin í
sátt. Sama hvað við reynum þá eiga þau aldrei eftir að samþykkja okkur hér.

Svo þannig fór fyrir fyrstu og einu dótabúð Indlands...