Miðaldakirkjan Holy Trinity í Bradwell, Derbyskíri er þekkt fyrir sína fegurð og hjá henni liggur vinsæl gönguleið. Eldri borgar vöktu nýlega athygli
á því að svokallaðan "dogging", en það er kynlíf fyrir opnum tjöldum þar sem aðrir, oftast ókunnugir, horfa á og taka þátt, er stundað við kirkjuna
á kvöldin af miklum ákafa. Eins og kemur fram í fundargerð bæjarráðs þá bauðst einum rúmlega sjötugum að taka þátt ef hann kysi svo.
Annar kom fram áhyggjum sínum að börnin gætu orðið vitni að þessu.
"Ég hef hvatt börnin mín að fara út að plokka...en ég vil ekki að þau séu að týna upp notaða smokka" segir móðir sem býr í Sheepcotes Lane.
Það þýðir lítíð að taka myndir af þessu fólki til að hrella það, þau hafa elt mig þá bara heim...þetta er mjög ógvekjandi er haft eftir öðrum.
Lögreglan segir að það sé í sjálfu sér ekki ólöglegt að stunda kynlíf fyrir framan aðra en aðrar lagagreinar geta átt við svo sem ögrun og gróft
velsæmisbrot. Við gætum handtekið 10 í kvöld, það myndu bara önnur 10 mæta á morgun segir staðarlögreglan.